17. júní 2011

17. júni 2011 eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

Í tilefni dagsins er meðal annars ætlunin að hafa einskonar markaðstorg á Hrafnseyri, þar sem einstaklingum, félagasamtökum, listamönnum, handverksfólki, kaffi- og matsölufólki og öðru góðu fólki er boðið að taka þátt í að sýna og selja vörur sínar gestum og gangandi sem leggja leið sína til Hrafnseyrar þennan dag, í eigin aðstöðu.

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í markaðstorginu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við staðarhaldarann á Hrafnseyri, Valdimar J. Halldórsson, fyrir 1. apríl 2011.

  Valdimar J. Halldórsson
  S: 456 8260 og 845 5518
  P: hrafnseyri@hrafnseyri.is
Meira

Endurnýjun Safns Jóns Sigurðssonar

Búið að taka niður gömlu sýninguna
Búið að taka niður gömlu sýninguna

Endurnýjun á Safni Jóns Sigurðssonar stendur nú yfir. Þann 8. ágúst síðastliðinn var safninu lokað og framkvæmdir hafnar við að taka niður safnkost og breyta húsnæðinu fyrir nýju sýninguna, sem opnuð verður 17. júní 2011

Meira
Eldri færslur

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 3. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
50.000 kr. lágmarksgjald (15 manns).
1.500 kr. fyrir hvern umfram 15.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is

 

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.