Þann 16. júní síðastliðinn var opnuð sýningin Landnám í Arnarfirði á Hrafnseyri. Sýningin var hluti af dagskrá í tengslum við 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins en samhliða því var 1150 ára sögu Íslandsbyggðar minnst. Það var því við hæfi að setja upp sýningu á Hrafnseyri til að vekja athygli á þeim merkilegu fornleifrannsóknum sem unnar hafa verið í Arnarfirði undan farin ár.
Þar sem sýningin var aðeins opin í sumar þótti tilvalið að miðla efni hennar hér á vef Hrafnseyrar einnig og er megnið af sýningartextanum nú aðgengilegur hér á vefnum ásamt ljósmyndum sem prýddu sýninguna.
Sýningin byggir á þeim viðamiklu rannsóknum sem unnar hafa verið í Arnarfirði frá árinu 2011 undir stjórn Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða, undir yfirskriftinni Arnarfjörður á miðöldum.
Með því að elta þennan hlekk má nálgast sýningartextann og myndirnar.