Frá uppgreftrinum á Auðkúlu. Ljósmynd: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.
Frá uppgreftrinum á Auðkúlu. Ljósmynd: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.

Rannsóknarverkefnið „Arnarfjörður á miðöldum“ hefur staðið yfir frá árinu 2011. Verkefnið hefur leitt í ljós afar merkilegar fornminjar á Hrafnseyri, bæði frá landnámi og miðöldum. Má þar nefna skála og jarðhýsi frá landnámsöld auk merkilegra minja frá miðöldum á borð við jarðgöng. Á næsta bæ við Hrafnseyri, Auðkúlu í Auðkúluhreppi, hafa staðið yfir rannsóknir á landnámsbýli frá árinu 2015.

Sumarið 2023 hefur staðið yfir uppgröftur á Auðkúlu en einnig hefur verið unnið að fjarkönnunarrannsóknum á Hrafnseyri sem gefur enn betri mynd af þeim fornminjum sem staðurinn býr yfir.

Laugardaginn 19. ágúst var haldinn fornminjadagur á Hrafnseyri. Dagurinn hófst á kynningu Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða, sem leitt hefur rannsóknina frá upphafi. Einnig var boðið upp á stutt vettvangsrölt á Hrafnseyri og áhugasömum var einnig boðið að slást í för með Margréti að Auðkúlu í vettvangsferð um landnámsbýlið þar.

 

1.– 31. ágúst, fornleigarannsóknir á Hrafnseyri og Auðkúlu.

Fólki gefst kostur á að kynnast fornleifarannsóknum undir leiðsögn.

Málstofa á Hrafnseyri laugardaginn 8. ágúst, 2015.

Ráðstefnan var tekin upp af Eyþóri Eðvarðssyni og Ingrid Kuhlman sem vinsamlegast veittu Hrafnseyri leyfi til að sýna almenningi fyrirlestrana.

23. júní - 23. júlí stunda 3 fornleifafræðingar uppgröft á Hrafnseyri og nágreni.

Opnir dagar verða skipulagðir í sumar, þar sem fólki gefst kostur á að koma og kynna sér yfirstandandi fornleifarannsókn undir leiðsögn fornleifafræðingana sem verða að störfum.

 

23. June - 23. July. Three archaeologists will be conducting a research in Hrafnseyri.

Open days will be planned at Hrafnseyri this summer, where people can see the results of the research under the guidance of one of the archaelogists.

Nemendur við uppgröft
Nemendur við uppgröft
1 af 3

"Vettvangsskóli í fornleifafræði á Hrafnseyri", var haldin 11. ágúst - 6. sept. í samstarfi við Fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða undir stjórn Margrétar Hallmundsdóttur fornleifafræðings. Vettvangsskólinn hefur starfað á Hrafnseyri undanfarin tvö ár með um 8-10 nemendum frá hinum ýmsu háskólum í Bretlandi og Skotlandi. Við uppgröft skólanema fundust minjar skála, tveggja jarðhýsa og tveggja smiðja, auk kirkju og kirkjugarðs frá fyrri hluta 11. aldar og óvenju breiðs garðs eða veggjar. 

Gamli kirkjugarðurinn
Gamli kirkjugarðurinn

Fornleifarannsókn var gerð á Hrafnseyri við Arnarfjörð dagana 11.-15. ágúst 2011 og 3.-4. júlí 2012 . Tilgangur rannsóknanna var að gera könnunarskurði  á völdum stöðum á Hrafnseyri til að kanna ástand minja og rannsóknargildi og reyna að staðsetja miðaldabyggð í firðinum. Hrafnseyri liggur norðanvert við Arnarfjörð, gengt Langanesi. Náttúrustofa Vestfjarða stendur fyrir verkefninu „Miðaldir í Arnarfirði“, en megintilgangurinn með því verkefni er að skrá fornleifar og rannsaka frekar valdar minjar um elstu byggð í firðinum.

 

Við teljum að með því að stuðla að rannsóknum á miðaldaminjum í Arnarfirði fáist mikilvægt yfirlit yfir tímabil sem lítil vitneskja er annars um. Með því að leggja áherslu á Arnarfjörð sérstaklega fæst heildstætt svæðisbundið yfirlit yfir upphaf og þróun byggðar, auk þess sem fyllri upplýsingar fást um líf og lífshætti Vestfirðinga á miðöldum. Við rannsóknina verða nýttar upplýsingar frá öðrum rannsóknum sem fram hafa farið í firðinum.

 

Fornleifarannsóknina önnuðust fornleifafræðingarnir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, Dr. Rhonda Bathrust , Angelos Parigoris og Guðný Zoega.

 

Gamli Kirkjugarðurinn á Hrafnseyri er frá frumkristni. 

Sumarið 2012 var einnig grafið í gamla kirkjugarðinum sem stendur við hlið núverandi kirkju. Í kirkjugarðinum er greinileg rúst af kirkju. Í vetur voru sýni úr kirkjugarðinum send til aldursgreiningar. Greind vour sýni úr einstakling sem jarðaður hafði verið fast við kirkjugarðsvegg. Í ljós kom að þessi einstaklingur hefur látist á fyrrihluta 11. aldar og því allar líkur á að kirkja og kirkjugarður hafi verið risið á Hrafnseyri stuttu eftir kristnitöku.

 

Kirkjugarðurinn og kirkjurústin eru mjög merkilegar minjar, kirkjugarðsveggurinn er ferkanntaður og mjög voldugur en flestir kirkjugarðar frá þessum tíma voru hringlaga.

 

Stjórnandi Rannsóknarinnar er Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur

 

 

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 3. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
50.000 kr. lágmarksgjald (15 manns).
1.500 kr. fyrir hvern umfram 15.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is

 

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.