Hrafnseyrarnefnd tekin til starfa

Hrafnseyrarnefnd kom saman á Hrafnseyri þann 4. október síðastliðinn en hafði áður átt einn fund á netinu.
Hrafnseyrarnefnd kom saman á Hrafnseyri þann 4. október síðastliðinn en hafði áður átt einn fund á netinu.

Ný Hrafnseyrarnefnd tók til starfa síðasumars og hefur nú þegar fundað tvívegis. Nefndin var skipuð í byrjun sumars af forsætisráðuneytinu og er skipuð fulltrúum þess, Háskóla Íslands, Háskólaseturs Vestfjarða og Vestfjarðastofu.

Nefndin hefur það hlutverk að marka starfseminni á Hrafnseyri við Arnarfjörð stefnu og inntak með því meðal annars að leggja árlega til við ráðuneytið áætlun á grundvelli þeirrar framtíðarsýnar sem mörkuð hefur verið í sóknaraætlun landshlutans á hverjum tíma. Einnig er lögð til grunndvallar skýrsla starfshóps um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri sem kom út í september 2019. Nefndin er einnig faglegur bakhjarl staðarhaldara. Nefndinni er uppá lagt að styðja við annað menningar- og fræðslustarf á Vestfjörðum og gæta að góðum tengslum við aðra starfsemi á vegum hins opinbera þar sem arfleifð Jóns Sigurðssonar er haldið á lofti.

Nefndin er svo skipuð:

Guðmundur Hálfdanarson, formaður

Elísabet Gunnarsdóttir f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, og Peter Weiss til vara.

Margrét Hallgrímsdóttir, varaformaður f.h. forsætisráðuneytisins, og Páll Þórhallsson til vara.

Aðalsteinn Óskarsson, f.h. Vestfjarðastofu og Steinunn Ása Sigurðardóttir til vara.

Ingi Björn Guðnason, staðarhaldari á Hrafnseyri, er starfsmaður nefndarinnar.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is