Þann 16. og 17. júní verði hátíðardagskrá á Hrafnseyri í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Þann 16. júní verður sjónum sérstaklega beint að landnámsminjum á Hrafnseyri þegar sýningin „Landnám í Arnarfirði“ verður opnuð. Í kjölfarið verður gestum boðið í leiðsögn um minjastaði á Hrafnseyri og börnin fá einnig að kynnast fornleifafræði af eigin raun í fornleifaskóla fyrir börn. Íbúar af erlendum uppruna eru sérstaklega boðnir velkomnir á Hrafnseyri þennan dag í samstarfi við verkefnið Gefum íslensku séns. Verkefnið „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“ verður einnig kynnt og boðið upp á smiðjur sem tengjast verkefninu fyrir börn.
Á 17. júní fer fram hátíðardagskrá með messu, hátíðarræðu Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, tónlist, opnun myndlistarsýningar sumarsins og lýðveldisköku. Fólki fæddu 1944 sérstaklega boðið í kaffisamsæti á Hrafnseyri. Að lokum fer einnig fram Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarð á þjóðhátíðardaginn.
16. júní
11:00 – 12:00
Leiðsögn á einfaldri íslensku
Íbúar af erlendum uppruna boðnir velkomnir í samstarfi við verkefnið Gefum íslensku séns.
Leiðsögn og fræðsla um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.
Rúta í boði Gefur íslensku séns frá Ísafirði til Hrafnseyrar, þátttakendum að kostnaðarlausu. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða kl. 10:00 og frá Hrafnseyri kl. 15:00. Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 (eða í síma 869 2045) til að skrá ykkur í rútuna. Rútan tekur farþega á leiðinni sé þess óskað.
11:00 – 12:00
Fornleifaskóli fyrir börn
Börn fá tækifæri til að spreyta sig á fornleifauppgrefti undir handleiðslu fornleifafræðings. Hvað leynist undir yfirborðinu?
13:00 – 13:45
Opnun sýningarinnar „Landnám í Arnarfirði“ og kynning á verkefninu „Heill heimur af börnum“
Kristín R. Vilhjálmsdóttir segir frá verkefninu Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið.
Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur kynnir sýninguna „Landnám í Arnarfirði“.
Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu flytur ávarp og opnar sýninguna.
Lag Atla Ingólfssonar, tónskálds við ljóð Þórarins Eldjárns „Ávarp fjallkonunnar“ flutt af söng hóp sem settur er saman af þessu tilefni.
Landnám í Arnarfirði – sýning í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins og 1150 ára sögu Íslandsbyggðar
Á 80 ára afmæli lýðveldisins, árið 2024, minnumst við einnig 1150 ára sögu Íslandsbyggðar. Af þessu tilefni er sett upp sýningin „Landnám Arnarfjarðar“ á Hrafnseyri. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og úrval gripa frá landnámsöld sýndir. Gripirnir eru úr fornleifauppgreftri á Hrafnseyri og Auðkúli.
Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi efndu Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins „Heil heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“. Hugmyndin er að hvetja börn til að miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi á sjónrænan hátt - fólk, landslag, menning, listir, áhugamál, náttúra eða annað - og koma því til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti sem er í mótun.
14:15 – 15:15
Leiðsögn og kynning á fornminjum á Hrafnseyri
Hefst á stuttri kynningu í kapellunni með myndum af minjum sem komnar eru undir torfu aftur. Að því búnu er gengið um á Hrafnseyri og staldrað við á stöðum með opnum rannsóknarskurðum og þar sem minjarnar eru staðsettar.
14:00 – 15:00
Fornleifaskóli fyrir börn
Börn fá tækifæri til að spreyta sig á fornleifauppgrefti undir handleiðslu fornleifafræðings. Hvað leynist undir yfirborðinu?
11:00 – 17:00
Ef ég væri forseti – smiðja fyrir börn
Smiðjan „Ef ég væri forseti…“ verður opin allan daginn. Í smiðjunni velta börnin fyrir sér hvernig þau myndu vilja nota hæfileika sína og styrkleika, tungumál og áhugamál ef þau væru forseti Íslands. Smiðjan er hluti af verkefninu „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið.“
Kl. 15:15 verður einnig boðið upp á smiðju þar sem börnum gefst tækifæri til að búa til sól sem sýnir hvað það er sem fær þau til að skína, hverjir styrkleikar þeirra eru og önnur atriði sem skipta máli í lífi þeirra.
Smiðjunum stýrir Kristín R. Vilhjálmsdóttir.
Lýðveldishátíð 17. júní
11:00 – 12:00
Leiðsögn og kynning á fornminjum á Hrafnseyri
Hefst á stuttri kynningu í kapellunni með myndum af minjum sem komnar eru undir torfu aftur. Að því búnu er gengið um á Hrafnseyri og staldrað við á stöðum með opnum rannsóknarskurðum og þar sem minjarnar eru staðsettar.
11:00 – 17:00
Ef ég væri forseti – smiðja fyrir börn
Smiðjan „Ef ég væri forseti…“ verður opin allan daginn. Í smiðjunni velta börnin fyrir sér hvernig þau myndu vilja nota hæfileika sína og styrkleika, tungumál og áhugamál ef þau væru forseti Íslands. Smiðjan er hluti af verkefninu „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið.“
13:00
Hátíðarguðsþjónusta
Hátíðarguðþjónusta: Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður predikar og séra Fjölnir Ásbjörnsson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Jóngunnars Biering Margeirssonar, sem einnig sér um undirspil.
13:45
Lýðveldiskaka
Lýðveldiskaka í boði í burstabænum. Fólki fæddu 1944 sérstaklega boðið í kaffisamsæti á Hrafnseyri. Kaffiveitingarnar verða á boðstólnum á meðan á athöfninni stendur til kl. 17:00.
14:15
Þjóðhátíð
Setning Þjóðhátíðar
Hátíðarræða: Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Tónlist: Bríet Vagna flytur tónlist.
15:00
Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda á vegum Háskólaseturs Vestfjarða
Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.
Opnun myndlistarsýningar sumarsins. Yfirlitssýning á verkum í eigu Hrafnseyrar.
Sýningarstjóri: Ólöf Björk Oddsdóttir.
Kaffiveitingar í boði Hrafnseyrar í burstabænum á meðan hátíðarhöldunum stendur fram til kl. 17:00.
Einnig verður hægt að kaupa súpu og brauð.
Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.
Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30
Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00
Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútuna.