Ólafur á Söndum í tali og tónum
Þingeyri við Dýrafjörð
13. september 2014
Laugardaginn 13. september nk. verður haldin ráðstefna á Þingeyri við Dýrafjörð undir yfirskriftinniSr. Ólafur Jónsson á Söndum í tali og tónum. Ráðstefnan verður í félagsheimilinu og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Sex fræðimenn flytja erindi um kveðskap sr. Ólafs og tónlistina við hann. Sönghópur frá Þingeyri flytur nokkur lög eftir skáldið og leikfélagið Höfrungur setur upp stuttan leikþátt.