Í gær fengum við góða heimsókn frá Danmörku þegar rithöfundurinn Brynja Svane og þýðandi hennar Sigurlín Sveinbjörnsdóttir komu við á Hrafnseyri. Þær stöllur komu færandi hendi og afhentu staðarhaldara skáldsöguna Guðrún – Ættarsaga frá Vestfjörðum sem nýverið kom út hjá bókarforlaginu Sæmundi. En í dag kl. 16 munu þær kynna bókina í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði.
Fornleifafræðingarnir dr. Guðný Zoëga frá Háskólanum á Hólum og Dr. John Steinberg munu koma á Hrafnseyri og fjalla um fornleifarannsóknir sem þau vinna að á Norðurlandi. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við vettvangsnámskeið í fornleifafræði sem fer nú fram á Hrafnseyri. Fyrirlesturinn er á ensku en er öllum opinn. Hann hefst kl. 16:00 föstudaginn 16. ágúst í kapellunni á Hrafnseyri.
Upplýsingar
Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.
A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.
Opnunartími (Opening hours)
1. júní - 8. september
kl. 11:00 - 17:00 alla daga
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.
Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is