Málþing, er bar yfirskriftina ,,Kaþólskir Vestfirðir í fortíð og nútíð” var haldið á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir skemmstu. Er það samdóma álit þeirra sem að þinginu stóðu, að það hafi tekist vel í alla staði. Þinghaldarar voru Vestfirðir á miðöldum, Háskólasetur Vestfjarða, Fjölmenningarsetur, Safn Jóns Sigurðssonar, Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og Vestfjarðaprófastsdæmi. Málþingið var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Menningarsjóði Vestfjarða síðastliðið vor.
Einar Gunnarsson hélt upp á 50 ára afmæli sitt hér á Hrafnseyri þann 16. ágúst síðastliðinn, en Einar er eiginmaður Svandísar Karlsdóttur sem sér um og selur gestum kaffi, vöflur og annað góðgæti í Burstabænum.
Upplýsingar
Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.
A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.
Opnunartími (Opening hours)
1. júní - 8. september
kl. 11:00 - 17:00 alla daga
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.
Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is