27. - 31. júlí - Þjóð og þjóðernisstefna á hnattvæddum tímum
Þá er Sumarháskóla Hrafnseyrar lokið þetta sumarið. Um var að ræða 5 daga námskeið þar sem nemendur voru kynntir fyrir sögu Íslands og því hvernig við mannfólkið myndum ýmsar gerðir félagslegra hópa, samfélaga og þjóða, og teljum okkur tilheyra þeim á einn eða annann hátt. Einnig var hnattvæðingunni gerð skil og fjallað um það hvernig hún bæði leysir upp þessar hópmyndanir og myndar nýjar. Tólf nemendur tóku þátt í námskeiðinu. Níu þeirra komu frá Kanada, einn frá Spáni annar Þýskalandi og sá þriðji frá Reykjavík. Kennarar voru mannfræðingarnir Richard Jenkins frá Sehffield Háskóla í Englandi og Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri.