Endurnýjun Safns Jóns Sigurðssonar

Búið að taka niður gömlu sýninguna
Búið að taka niður gömlu sýninguna

Endurnýjun á Safni Jóns Sigurðssonar stendur nú yfir. Þann 8. ágúst síðastliðinn var safninu lokað og framkvæmdir hafnar við að taka niður safnkost og breyta húsnæðinu fyrir nýju sýninguna, sem opnuð verður 17. júní 2011

Meira

Sumarháskóli á Hrafnseyri 27. - 31. júlí

27. - 31. júlí - Þjóð og þjóðernisstefna á hnattvæddum tímum

Þá er Sumarháskóla Hrafnseyrar lokið þetta sumarið. Um var að ræða 5 daga námskeið þar sem nemendur voru kynntir fyrir sögu Íslands og því hvernig við mannfólkið myndum ýmsar gerðir félagslegra hópa, samfélaga og þjóða, og teljum okkur tilheyra þeim á einn eða annann hátt. Einnig var hnattvæðingunni gerð skil og fjallað um það hvernig hún bæði leysir upp þessar hópmyndanir og myndar nýjar. Tólf nemendur tóku þátt í námskeiðinu. Níu þeirra komu frá Kanada, einn frá Spáni annar Þýskalandi og sá þriðji frá Reykjavík. Kennarar voru mannfræðingarnir Richard Jenkins frá Sehffield Háskóla í Englandi og Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri.

Meira
Eldri færslur

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is