17. júni 2011 eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.
Í tilefni dagsins er meðal annars ætlunin að hafa einskonar markaðstorg á Hrafnseyri, þar sem einstaklingum, félagasamtökum, listamönnum, handverksfólki, kaffi- og matsölufólki og öðru góðu fólki er boðið að taka þátt í að sýna og selja vörur sínar gestum og gangandi sem leggja leið sína til Hrafnseyrar þennan dag, í eigin aðstöðu.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í markaðstorginu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við staðarhaldarann á Hrafnseyri, Valdimar J. Halldórsson, fyrir 1. apríl 2011.
Valdimar J. HalldórssonS: 456 8260 og 845 5518
P: hrafnseyri@hrafnseyri.is