Heill heimur af börnum á Ísafirði

Frá opnun Menningarmótsins!
Frá opnun Menningarmótsins!

Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri hóf dagskrá í tengslum við 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins í síðustu viku með þátttöku í Púkanum – Barnamenningarhátíð Vestfjarða. Eitt af þeim verkefnum sem Hrafnseyri tekur þátt í af þessu tilefni nefnist Heill heimur af börnum – Börn setja mark sitt á Íslandskortið og er unnið í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og Kristínu R. Vilhjálmsdóttur menningarmiðlara.

Meira

Höfðingleg gjöf til Hrafnseyrar

Bókin Jón Sigurðsson forseti - ævisaga í hnotskurn í túninu á Hrafnseyri
Bókin Jón Sigurðsson forseti - ævisaga í hnotskurn í túninu á Hrafnseyri
1 af 2

Síðastliðið sumar tók staðarhaldari á Hrafnseyri við höfðinglegri bókagjöf frá fjölskyldu Hallgríms Sveinssonar og Guðrúnar Steinþórsdóttur, fyrrverandi staðarhöldurum og bændum á Hrafnseyri. Þetta var engin venjuleg bókagjöf því um var að ræða allt upplag bókarinnar Jón Sigurðsson forseti – ævisaga í hnotskurn sem Hallgrímur tók saman.

Meira
Eldri færslur

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is