Nýr staðarhaldari kominn til starfa

Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og tók hann formlega við starfinu í síðasta mánuði. Starf staðarhaldara á Hrafnseyri við Arnarfjörð var auglýst laust til umsóknar í lok síðasta árs og var Ingi Björn ráðinn úr hópi 17 umsækjenda.

Ingi Björn er með meistarapróf í almennum bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað um 15 ára skeið við Háskólasetur Vestfjarða. Áður hefur hann starfað við dagskrárgerð í útvarpi og sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini. Ingi Björn hefur mikla reynslu á sviði markaðs- og vefmála, skipulaginingu menningarviðburða og miðlun menningarefnis.

Hrafnseyri er fæðingarstaður Jón Sigurðssonar. Starfsemin er helguð sögu og umhverfi Hrafnseyrar, arfleifð Jóns Sigurðssonar og lýðræði í anda hans. Áhersla er á samstarf við menningar- og menntastofnanir á Vestfjörðum. Þjónusta staðarins taki mið af þessu leiðarljósi, fjölbreyttum þörfum almennings og þjónustu við fræðimenn, listamenn og aðra sem starfa í skapandi greinum. Mikilvægt er að starfsemin hafi skírskotun til samtímans hér á landi og alþjóðlega. Staðarhaldari hefur búsetu á Vestfjörðum.

Meira
Eldri færslur

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is