- Sýning í tilefni 80 ára lýðveldisafmælis og 1150 ára sögu Íslandsbyggðar -

Á 80 ára afmæli lýðveldisins, árið 2024, minnumst við einnig 1150 ára sögu Íslandsbyggðar. Af þessu tilefni var sett upp sýningin „Landnám í Arnarfirði“ á Hrafnseyri sem opnaði formlega 16. júní. Á sýningunni var fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og úrval gripa frá landnámsöld sýndir. Gripirnir eru úr fornleifauppgrefti á Hrafnseyri og Auðkúlu. Hér að neðan birtist sýningartextinn að mestu leyti ásamt ljósmyndum sem prýddu sýninguna.

Árin 1977 og 1978 voru grafnar landnámsrústir á Grélutóftum í landi Hrafnseyrar á vegum Þjóðminjasafns Íslands undir stjórn Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings. Árið 2011 hófst rannsóknin „Arnarfjörður á miðöldum“ hjá fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða undir stjórn Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur. Sú rannsókn hefur staðið yfir óslitið og er fjórtánda ár hennar farið í hönd. Grafið hefur verið á Hrafnseyri og Auðkúlu auk fleiri rannsókna víðar um fjörðinn. Niðurstöðurnar sýna að landnám hefst mjög snemma í Arnarfirði eða á síðari hluta 9. aldar og virðist Arnarfjörður hafa byggst hratt og verið þéttbýll. Búið var á Hrafnseyri, Auðkúlu og Grélutóftum á sama tíma á 9. öld. Auk þess hefur rannsóknin leitt í ljós skála frá landnámsöld við Dynjanda og á Litla-Tjaldanesi og eru vísbendingar um fleiri óþekktar landnámsminjar víðar í firðinum.

Sýningin varpar ljósi á niðurstöður rannsóknarinnar en jafnframt prýðir hana úrval gripa frá landnámsöld sem fundist hafa í jörðu á Hrafnseyri og Auðkúlu.

Sýningartexti og uppsetning var í höndum Margrétar Hrannar Hallmundsdóttur, fornleifafræðings við Náttúrustofu Vestfjarða sem hefur leitt rannsóknina "Arnarfjörður á miðöldum" sem staðið hefur yfir frá árinu 2011.

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is