Skálinn á Grélutóftum við lok uppgraftar árið 1978. Ljósmynd: Guðmundur Ólafsson.
Skálinn á Grélutóftum við lok uppgraftar árið 1978. Ljósmynd: Guðmundur Ólafsson.
1 af 2

Árin 1977-1978 fóru fram fornleifarannsóknir, á vegum Þjóðminjasafns Íslands, í landi Hrafnseyrar á rústum sem kallaðar voru Grélutóftir og eru staðsettar við ósa Hrafnseyrarár. Rannsókninni stjórnaði Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur.

Lítill skáli með viðbyggingu var rannsakaður ásamt tveimur jarðhýsum. Einnig var rannsakað hús sem talið er að sé rauðasmiðja, vegna leifa af járnvinnslu, auk lítils húss sem ætla má að hafi verið smiðja. Skálinn sjálfur er lítill, eða 14 m á lengd og 5 m á breidd og í honum fannst ekki mikið af gripum. Fleiri minjar eru á svæðinu sem ekki hafa verið rannsakaðar.

Skáli Grélaðar og Áns?
Ólíklegt verður að teljast að höfðingjar á borð við Grélöðu og Án hafi búið í þessum skála. Helstu rökin eru þau að skálinn er lítill og ber þess ekki merki að þar hafi búið efnað fólk. Ánn var norrænn maður sem herjaði á Írland eftir að hafa flúði ofríki Haralds hárfagra. Það er einmitt í þessum herferðum sem hann fékk Grélöðu sem eiginkonu en hún var írsk jarlsdóttir. Það eitt að eiga skip sem var haffært í siglingar á milli landa ber merki um ríkidæmi, auk þess sem norrænir menn sem herjuðu í víking á Bretlandseyjum efnuðust vel af ránsfengnum. Líklegra er að á Grélutóftum hafi búið fólk sem fékk úthlutað parti af landnámi t.d. leysingi landnámsmanns, þ.e. þræll sem leystur er úr ánauð. Í Landnámu er greint frá tveimur leysingjum Áns og Grélaðar sem fengu land. Dufan sem byggði Dufansdal og Hjallkár sem byggði Hjallkárseyri. Bæði nöfn þessara manna eru írsk.

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is