Rannsóknir hafnar á „Undirgangi“.
Rannsóknir hafnar á „Undirgangi“.
1 af 5

Virkisveggur Hrafns Sveinbjarnarsonar?
Hrafn Sveinbjarnarson var höfðingi sem bjó á Hrafnseyri í lok 12. aldar og fram á byrjun 13. aldar. Árið 1213 var Hrafn drepin af frænda sínum Þorvaldi Vatnsfirðingi en þeir höfðu átt í langvinnum deilum. Í Hrafnssögu er greint frá því að hátt virki hafi verið um bæ Hrafns. Mönnum var lyft upp á skjöldum sem hvíldu á spjótsoddum til að komast yfir virkið, í síðustu atlögu þeirra að Hrafni.

Munnmæli um virkisvegg
Heimildarmaður sem bjó á Hrafnseyri sem barn um miðja 20. öld greindi frá því að við kirkjugarðshornið hefði verið hrúga af stóru grjóti sem gamla fólkið í Arnarfirði sagði grjót úr virki Hrafns. Líklega hefur grjótið komið upp þegar teknar voru grafir þarna í horninu á kirkjugarðinum.

Virkisveggurinn fundinn?
Við rannsóknir árið 2013 fundust leifar af mannvirki sem virðist hafa verið mjög breiður garður sem liggur inn í núverandi kirkjugarð og er því mun eldri en hann. Í undirstöðum garðsins er stórt grjót og hefur hann verið byggður úr torfi og grjóti. Ekki er fullyrt að um virkisgarð sé að ræða en veggurinn er veglegur.

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is