Skálinn á Auðkúlu. Fornleifafræðingar við uppgröft á jarðhýsi framan við skálann.
Skálinn á Auðkúlu. Fornleifafræðingar við uppgröft á jarðhýsi framan við skálann.
1 af 6

Skálar
Árið 2013 fannst skáli á Auðkúlu, næsta bæ við Hrafnseyri. Skálinn er mun stærri en sá á Grélutóftum, eða 23 m á lengd og 7 m á breidd og hafði bakhýsi rétt eins og skálinn á Grélutóftum. Í skálanum fannst mikið af gripum sem bendir til þess að nokkuð efnað fólk hafi búið þar. Talsvert af skartgripum fundust t.d. perlur, brot af kúptri nælu sem konur skörtuðu og fallegur silfurhringur.

Tveir minni skálar fundust jafnframt að baki stóra skálans og voru þeir byggðir ofan á hvor öðrum og því greinilega yngri og eldri bygging. Minni skálinn var í flestu líkur þeim stærri en hann sneri þvert á stóra skálann og inngangur var á gafli. Greina mátti að bekkir höfðu verið beggja vegna við lítinn langeld á miðju gólfi.

Fjós
Stórt fjós fannst á Auðkúlu. Fjósið hefur verið um 22 metrar að lengd og ef rétt er reiknað hafa rúmast um 40 gripir í því, sem gerir fjósið að stærsta fjósi sem rannsakað hefur verið frá landnámstímanum. Í könnunarskurðum kom í ljós hellulagður flór eftir miðju húsinu.

Rauðasmiðja og járnvinnsla
Rétt ofna við fjósið fannst rauðasmiðja sem var byggð utan um járnvinnsluofna. Auk þess fannst mikið af kolum og gjalli, sem fellur til við járnvinnslu, ásamt mýrarrauða sem járnið var unnið úr. Greinilegt er að járnvinnsla hefur verið algeng í Arnarfirði því minjar um járnvinnslu hafa fundist á öllum þremur býlunum sem hafa verið rannsökuð. Nokkrir ofnar hafa verið rannsakaðir á Auðkúlu auk kolagrafar og ljóst að umfang járnvinnslunnar hefur verið umtalsvert.

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is