Lítið hús inn í hringlaga gerði sem er líklega lítið bænhús og kirkjugarður.
Lítið hús inn í hringlaga gerði sem er líklega lítið bænhús og kirkjugarður.
1 af 6

Bænhús og kirkjugarður
Við hlið skálans fannst hringlaga gerði og innan þess lítið hús. Gerðið og byggingarlag hússins bendir til að þarna sé um að ræða bænhús og lítinn kirkjugarð. Bænhúsið og garðurinn eru með þeim minnstu sem fundist hafa hér á landi.

Innan garðsins eru ummerki um grafir, en engin bein fundust þó í þeim. Ástæður þess gætu verið slæm varðveisluskilyrði eða að beinin hafi verið flutt þegar búseta lagðist af á bænum. Í „Kristinna laga þætti“ Grágásar er kveðið á um þá skyldu að flytja öll bein þegar kirkja er aftekin eða flutt er af bæ. Þótt kristni hafi ekki verið lögtekin á Íslandi fyrr en árið 1000 er vel mögulegt að landnámsmenn sem settust að á Auðkúlu hafi verið kristnir. Aldursgreiningar minjanna benda til að þar hafi verið búið frá upphafi landnáms.

Jarðhýsi
Jarðhýsi var framan við skálann. Þar fundust merki um vefnað og stór ofn var í horni hússins með fjölda eldsprunginna steina en ofninn er mun stærri en þyrfti til að kynda hús af þessari stærð. Þetta bendir til þess að húsið hafi verið notað sem vefjastofa en einnig sem gufubað.

Þangbrennsluhús
Á miðju túninu fannst hús og virðist sem þang hafi verið brennt utan við það og geymt í húsinu. Rannsóknir standa yfir á þessu en mögulegt er að þarna hafi farið fram framleiðsla á svokölluðu svörtu salti úr þangi og þara. Þetta hús er einstakt og hefur ekkert sambærilegt hús fundist á Íslandi, nema á Grélutóftum á Hrafnseyri þar sem einnig fannst brennt þang í litlu húsi. Þetta gæti bent til að hinir fyrstu Arnfirðingar hafi stundað þessa framleiðslu.

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is