Hátíðarræða Vigdísar Jakobsdóttur

Nú þegar sumri hallar er gaman að rifja upp það sem fram fór á Hrafnseyri á liðnu sumri. Að vanda var hápunktur sumarsins Hrafnseyrarhátíð sem haldin var á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðarræðu dagsins flutti Ísfirðingurinn Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Í ræðunni kom Vigdís víða við en beindi einkum sjónum sínum að hlutverki tungumálsins, mikilvægi þess að rækta það og efla um leið og við mætum af virðingu öllu því fólki sem flytur til Íslands og hefur annað móðurmál en íslensku:

„Margt af því fólki sem flytur til landsins kemur til að sækja í þessa orku. Annað kemur í angist á flótta undan stríði eða ógnarstjórn í heimalandi sínu. Við skulum taka á móti þeim öllum eins og við myndum vilja láta taka á móti okkur í nýju landi í sömu aðstæðum. Gott samfélag byggist upp á gagnkvæmri virðingu fyrir rótum og menningu allra.“

Þetta var hugvekjandi ræða sem vert er að hvetja lesendur síðunnar til að kynna sér.

Hér má nálgast ræðuna í heild sinni.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is