Vinnubúðir (workshop) fyrir Master- og doktorsnema, 24. – 26. júní, 2016
Safn Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri, Arnarfirði.

Kennari: Professor Gregory J. Seigworth, Millersville University, Pennsylvania, USA.

Aðrir erlendir gestakennarar/rannsóknarfólk, sem nota kenningar um „Affect“ í rannsóknum sínum, verða til aðstoðar nemendum gegnum Skype.

Vinnubúðirnar eru á vegum Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri (www.hrafnseyri.is) og Prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands (http://jonsigurdsson.hi.is/ ), í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða (http://www.uw.is/) og Stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar, Ísafirði.

Nemendur sem ætla að taka þátt í vinnubúðunum, eru beðnir að senda undirrituðum stutt yfirlit á ensku yfir þeirra núverandi verkefni fyrir 25. maí, næst komandi. Verkefnin þurfa ekki að tengjast „Affect“ hugtakinu.

Þátttaka nemenda í vinnustofunni, svefnpoka-pláss og ferðakostnaður til/frá Reykjavík Hrafnseyri er nemendum að kostnaðarlausu. Það eina sem þeir þurfa að greiða er matur og kaffi meðan á dvöl þeirra stendur.

Níu ár eru nú liðin síðan bókin „The Affective Turn. Theorizing the social“ (2007) kom út, sem innihélt greinar um ný og spennandi viðhorf til líkama og tilfinninga fólks, auk þess sem hún opnaði nýjar leiðir í rannsóknum á stjórnmálum, eins og Michael Hardt, (höfundur bókarinnar The Empire ), kemst að orði í fororði bókarinnar.

Margar greinar og bækur sem byggja á „Affect“ hugtakinu hafa síðan verið skrifaðar af fræðimönnum innan ýmissa húmanískra fræða, félagsvísinda, heimspeki, sálfræði, landafræði, uppeldis- og kennslufræði, fagurfræði, kynjafræði, miðlunarfræði (communication studies), auk tölvu- og taugafræði. Hér er með öðrum orðum um að ræða geysilega víðfermt fræðasvið.

Hins vegar er varla hægt að kalla þetta ákveðinn „kenningarskóla“, því engin sameiginleg skilgreining er til á hugtakinu „Affect“, eins og þau Gregory J. Seigworth og Melissa Gregg benda á í bók sinni „The Affect Theory Reader“ (2010). Nær væri að segja að hugtakið „Affect“ sé notað sem einskonar viðhorf eða vegvísir að rannsóknarverkefninu.

Sumir félagsvísindamenn hafa aðallega skoðað tilfinningarástand og raskanir þeim tengdum á líkama og hugarfar fólks. En „Affect – rannsóknir“ geta líka leitt til mun víðtækari rannsókna á áhrifum, hreyfingu og breytingum almennt, þegar „Affect“ er skilgreint sem kraftur eða afl sem kemur hlutum eða atburðum á hreyfingu. „Affect“ nær þá yfir miklu víðtækari svið, að mati þessara rannsakenda, en félagsfræðilegar rannsóknir sem einnig fjalla um tilfinningar fólks í rannsóknum sínum. Hér er um að ræða grundvallabreytingu í rannsóknum (paradigm change) að þeirra mati. Þegar menn rannsaka viðfangsefni sín út frá hugtakinu „Affect“ , þá er um að ræða mjög ákveðna breytingu frá viðurkenndum kenningum og rannsóknaraðferðum til viðhorfa sem byggja á lífskrafti/-orku (vitalism), ferli atburða/hluta (process) og „posthumanism“.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum vinnubúðum hafi samband við Valdimar J. Halldórsson sími. 845 5518 eða hrafnseyri@hrafnseyri.is

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is