Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi efna Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins „Heill heimur af börnum – Börn setja mark sitt á Íslandskortið“. Verkefnið er leitt af Kristínu R. Vilhjálmsdóttur og byggir á aðferðum Menningarmóts sem Kristín hefur þróað og unnið í grunnskólum á Íslandi og í Danmörku.

Efnt verður til samstarfs við grunnskóla á Vestfjörðum í tengslum við Púkann, barnamenningarhátíð Vestfjarða og skóla í nærumhverfi Þingvalla. Einnig verður kallað eftir innleggi í verkefnið frá grunnskólum hringinn í kring um landið.

Markmið verkefnisins eru:

  • Að skapa meðvitund um mikilvægi þess að kynnast sögu, styrkleikum og hugmyndaauðgi annarra.
  • Að efna til samræðu um hvernig hver og einn, og rödd hvers og eins, skiptir máli í lýðræðislegu samfélagi.
  • Að hlúa að virðingu hvert fyrir öðru þvert á fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Við lítum til fortíðar og framtíðar og stöldrum við í nútímanum. Til að opna á gagnvirka forvitni og áhuga –  opna augu barna á Íslandi fyrir því ríkidæmi sem er að finna á hverjum og einum stað –  munu þau sjálf taka þátt í að skilgreina „ríkidæmið“ í nærumhverfi sínu (fólkið, landslag, náttúru, menningarlíf, menningararf o.s.frv.).

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is