Biskup vísiterar Hrafnseyri

Síðastliðinn föstudag vísiteraði biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Hrafnseyri. Með í för voru sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, prestur á Þingeyri og sr. Magnús Erlingsson, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis ásamt Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, fræðslustjóra Þjóðkirkjunnar. Ingi Björn Guðnason, staðarhaldari á Hrafnseyri tók á móti biskupi og fylgdarliði ásamt Hreini Þórðarsyni, bónda á Auðkúlu og formanni sóknarnefndar Hrafnseyrarsóknar. Það var ánægjulegt að taka á mót frú Agnesi sem er þessa dagana að ljúka síðustu embættisverkum sínum áður en nýr biskup tekur við 1. september.

Hrafnseyri er forn kirkjustaður og má ætla að kirkja hafi verið byggða á staðnum á 11. öld. Tóftir miðaldakirkjunnar og kirkjugarðsins eru vel sýnilegar friðlýstar fornminjar sem standa sunnan við núverandi kirkju sem reist var árið 1886. Einnig er á staðnum kapella sem er hluti af aðalbyggingu staðarins. Oftast nær er messað tvisvar á ári á Hrafnseyri, í kapellunni á 17. júní og í kirkjunni síðsumars.

Til baka

Upplýsingar

Ný sýning um Jón Sigurðsson var opnuð árið 2011 á Hrafnseyri í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans á staðnum.

A new exhibition about Jón Sigurðsson was opened in 2011 at Hrafnseyri celebrating his 200 years anniversary.

Opnunartími (Opening hours)

1. júní - 8. september

kl. 11:00 - 17:00 alla daga

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Hópar utan opnunartíma
Vinsamlegast hafið samband til að bóka komur hópa utan opnunartíma.

Sími: 456-8260
Netfang: hrafnseyri@hrafnseyri.is