Sumarháskóli

Frá árinu 2006 hafa sumarnámskeið á háskólastigi verið haldin á hverju sumri í Safni Jóns  Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Námskeiðin hafa ávalt verið opin öllum þótt um kennslu á háskólastigi sé að ræða og sérstakt þema hafi verið tekið fyrir hverju sinni.

Sumarháskólinn á Hrafnseyri 10 ára, 2006 – 2016 / Summer school in Hrafnseyri 2006 – 2016

Námskeið Sumarháskólans 2017 kallaðist „Hrif (Affect) og Sýningar“. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var prófessor Jennifer Fisher frá York háskóla í Toronto, Kanada. Sjá nánar hér.