24. maí, komu um 30 börn frá Grunnskóla Ísafjarðar í heimsókn. Eftir að hafa skoðað sýninguna og borðað nestið sitt, fór allra hörðustu nemendurnir í „kíló-kastó“, eins og sagt er á Ísafirði, eða „hafnarbolta“, sem þessi leikur ku einnig vera kallaður nú um stundir - eða í „slá-gríp-og-hlaupa“ eins og það var kallað í umdæmi staðarhaldara fyrir hálfri öld.
Þann 28. maí komu svo börn úr Grunnskóla Önundafjarðar á Flateyri í heimsókn á Hrafnseyri og gerðu stormandi lukku, er þau sungu fyrir erlenda gesti sem staddir voru þar á staðnum.